Svona svona segðu fyrirgefðu!

Það er mannlegt að gera mistök. Ég held að ummæli Friðriks hafi verið sögð í fljótfærni eftir mikið spennufall og í raun finnst mér ekki ástæða til að gera mikið úr þeim. Hins vegar fannst mér fyndið að fylgjast með viðtalinu í Kastljósi vegna málsins og ég verð að viðurkenna að þar sem ég hef reynslu sem kennari í grunnskóla fannst mér það minna mig óþægilega mikið á það þegar maður tekur tvo nemendur í spjall eftir átök í frímínútum. „Svona strákar, við skulum vera vinir og reyna bara að gleyma þessu. Svona, segðu fyrirgefðu....Flott aftur í tíma“


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Eva Þórhallsdóttir

Haha já ég er alveg sammála þér, þetta virkaði eins og einhverjir krakkar sem voru að rífast og "eldri" aðili að fá þá til að hætta þessu og vera vinir.

Kristín Eva Þórhallsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband