15.1.2007 | 23:37
Er Guð eitthvað verri?
Það er skiljanlegt að menn dæmi harkalega í málefnum Byrgisins nú þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar hefur litið dagsins ljós. Það er alveg ljóst að þarna hafa menn algjörlega misnotað það traust sem þeim var falið með umsjón þessara fjármuna ríkisins og ekkert sem réttlætir svona fjármálaóreiðu. Hins vegar hefur það vakið athygli mína í fyrirspurnum fjölmiðlamanna og ummælum fólks á götunni og á blogginu að þetta gefi okkur ástæðu til að alhæfa um svona "kristilega" starfsemi. Ég las meðal annars einhversstaðar í bloggheimum þá merkilegu staðhæfingu að "Guð sjái vel um sína" og því sé spurt hvort nokkuð sé treystandi á menn sem boða trú á Guð. Það er til máltæki hjá múslimum sem segir "Þótt þú trúir á Allah, skaltu samt binda asnann þinn." Ég held nefnilega að svona dæmi eins og við erum að verða vitni af með Byrgið sýni okkur einfaldlega að við verðum auðvitað að gera sömu kröfur til allra um að hafa sín mál á hreinu. En í mínum huga er engin sérstök ástæða til að blanda Guði í málið. Hann er örugglega ekkert sáttur við það þegar menn ljúga eða svíkja..............alveg óháð því hvort menn hafi gefið út yfirlýsingar um að trúa á hann eða ekki.
Athugasemdir
Það hvarflar stundum að manni að það þurfi lítið til að gefa frjálst skotleyfi á alla Íslendinga, eða ...
http://pb.annall.is (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.