Mikið er ég glaður!

Mikið gleðst ég yfir fréttum þessum. Ég er reyndar ekki flokksbundinn framsóknarmaður en hef þó oft kosið framsókn, þessi tæplega 17 ár sem ég hef haft kosningarrétt. En mikið ofboðslega hefur Kristinn farið í taugarnar á mér. Í mínum huga er hann eins og knattspyrnumaður sem reynir öðru hvoru að skora sjálfsmark til þess að benda samherjum sínum á að það sé þörf á að bæta vörnina. Eða þá sóknarmaður sem fær boltann í dauðafæri en sendir hann í innkast til að eftir honum verði tekið og um hann fjallað. Ég skil ekki svona framkomu við eigin liðsmenn og tel því mun betra að hann finni sér nýtt lið.


mbl.is Kristinn H. ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri það ekki fyrst og fremst gleðiefni að það sé gott fólk á listanum, ekki hverjir eru ekki á honum. Ekki kýs ég lista af því að einhver er ekki á honum heldur aðeins ef ég finn frambærilegt fólk sem hugsar á svipaðan hátt og ég.

http://pb.annall.is (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Þetta er rétt hjá þér en sorglegt að hugsa til þess að Kristinn er ekki betri en enginn. En mér líst vel á Birki Jón og Höskuld í mínu kjördæmi en á eftir að sjá málefnaskránna.

Jóhann Þorsteinsson, 17.1.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband