22.1.2007 | 13:07
Stundum gott að sofa á því..
Já ég sem sagt bloggaði í hálfleik í gær og var nokkuð spenntur yfir gangi mála. Í seinni hálfleiknum leið mér hins vegar frekar illa. Ég náði þó nokkurn veginn að halda ró minni svo Elísabet færi ekki að skæla en öskraði samt einu sinni „Þið eruð alltof stressaðir strákar, hættið þessu klúðri!!“ Hún leit undrandi á mig en sá ekki ástæðu til að skæla yfir þessu, svo ég ákvað bara að vera heldur ekkert að skæla yfir þessu en ákvað að sofa á þessari ónotatilfinningu eina nótt svo ég myndi síður skrifa eitthvað hér sem ég ætti svo eftir að sjá eftir síðar. En þá er bara að horfa á frakkaleikinn í dag með hóflegri bjartsýni.
Athugasemdir
Ja mikið rétt, sefur vonandi líka vel í dag eftir sigur dagsins.
Pétur Björgvin (http://pb.annall.is) (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.