28.1.2007 | 10:56
Svartur köttur er viðbjóður einn!
Já því miður verð ég að segja frá þessu því ég get ekki þagað yfir þessu. Ég hef verið svo duglegur að tala um frábærar sýningar Leikfélags Akureyrar við vini og kunningja síðasta árið að ég get ekki annað en líst frati á sýninguna Svartur köttur sem þar er nú til sýningar. Því miður er þessi sýning mannskemmandi.................... Viðbjóðurinn, ofbeldið, tilgangsleysið er svo yfirgengilegt að líklega ætlast listaelítan til þess að maður dáist að leikurunum að geta þetta. En hrifning mín er engin, vonbrigðin mikil. Þessi sýning verður þess valdandi að við hjónin kaupum okkur ekki árskort fyrir næsta leikár. Ekki misskilja mig, ég ætlast ekki til að allar sýningarnar séu frábærar...............ég ætlast bara til þess að mér sé sýnd smá virðing og tillitssemi.
Einhver kann að spyrja: Hvað var svona ógeðslegt? Jú það var helst líkskurðurinn í lok sýningar þar sem alblóðugir menn reyna að saga í sundur dauðann mann og brjóta tennurnar með barefli svo ekki verði hægt að bera kennsl á líkið. Nei, Magnús nú fórstu yfir strikið.
Athugasemdir
Já, þannig að maður á ekkert að vera að hugsa um að skella sér norður í leikhús eða hvað? Annars langar mig að biðja þig Jóhann, þar sem ég farinn að skoða síðuna þína reglulega, að gera eitthvað í þessum bleiku sveppum. Þetta er eitthvað svo rosalega norðlenskt.
Óli Schram (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 15:19
Margar af vinsælum bíómyndum nútímans sína hlutina nokkuð brútal - er öðruvísi að sjá það í leikhúsi? Eiga leikhús að vera mannbætandi? Er ekki lengur hægt að ná til fólks og "maikaða" með leikverki þar sem hlutirnir eru normal? Þarf öfga til að fá okkur í leikhús?
Allimar
Alli Már (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 11:24
Æi það var leitt að heyra að ykkur líkaði ekki sýningin. Sr. Sólveig Lára var með komment á sýninguna fyrir nokkru í útvarpinu og hún talaði einmitt á svipuðum nótum og þú gerir. Heppinn ég að hafa ekki þurft að fara og horfa á sýninguna.
Pétur Björgvin, 10.2.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.