Eldhúsframkvæmdir!

Nú verður ekki aftur snúið með þá ákvörðun að endurnýja eldhúsið á Hólavatni því að í gær hófust framkvæmdir. Ég fór ásamt Pétri bróður til að mæla gluggann og hurðina en fyrst við vorum komnir á staðinn tæmdum við alla skápana og fórum með allt inn í sal. Rifum hurðirnar af öllum skápum og tókum allar hillur úr. Í næstu ferð er sem sagt komið að því að fara með kerru og halda áfram að rífa. Ef þú hefur áhuga fyrir því að taka þátt í þessum framkvæmdum þá er alltaf pláss fyrir fúsar hendur.

Annars var sérstök ástæða fyrir því að ég plataði Pétur bróðir með í vinnuferð en það var vegna þess að konan hans var með suprise afmælisveislu fyrir hann í gærkvöldi og þurfti að losna við hann úr bænum á meðan hún kláraði að undirbúa. Svo komum við saman hátt í 20 manns í gærkvöldi og tókum á móti Pétri þegar hann kom heim. Hehe hann var fyndinn, svo hissa. Til hamingju með 40 árin Pétur.

Svo fórum við hjónin á tónleika að hlusta á annan Pétur. Það var Pétur Ben. Algjör snillingur! Mjög gaman að hlusta á hann og í kvöld er hann svo í KFUM á kaffihúsakvöldi og auðvitað förum við aftur til að heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Já ég var á ánægjulegan hátt plataður upp úr skónum þennan dag eins og ég segi frá á annálnum mínum. En ég hafði líka gaman af því að fara með á Hólavatn. Takk fyrir þinn þátt í að gera daginn ánægjulegan.

Pétur Björgvin, 10.2.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband