Hlaupabólufaraldur!

Yeep. Elísabet er með hlaupabóluna. Greyið ég vorkenni henni ekkert smá mikið. Hún sefur varla fyrir kláða og er með ógeðslega margar bólur. En það góða er að ég veit að það versta er búið og vonandi verður hún betri fljótlega. Annars er það sérstök tilfinning að vera heimavinnandi og hugsa til þess að alla þessa viku mun ég ekki fara út úr húsi milli kl. 8 og 16 sökum hlaupabólu. Ef þú hefur tíma aflögu máttu kíkja í heimsókn, skrifa fyndna athugasemd hér fyrir neðan, hringja í mig eða bara hugsa hlýtt til mín. Satt best að segja er ég ekkert mikið fyrir að vera alveg bundinn við húsið þó svo að orlofið sem slíkt sé yndislegt.

Annars hafði ég hugsað mér að skrifa niður tvo lista hér á blogginu um stöðu kjaramála kennara, annan til launanefndar Sveitarfélaga og hinn til forystu Félags grunnskólakennara. Ég er nefnilega sáttur við hvorugan aðilan......En ég er í orlofi og sé enga ástæðu til að leggja stund á sjálfspyntingar og volæði svo ég eftirlæt bara öðrum kennurum það.

Lengi lifi þekkingin. (er nokkuð upsilon í þvý?) Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Heyrðu já ekki gerðist ég nú svo duglegur að heimsækja þig en eftir tvær vikur kemur í ljós hvort að heimsóknir hans Jóhannesar míns skila sér í hlaupabólu hér á bæ.

Pétur Björgvin, 10.2.2007 kl. 13:30

2 identicon

Já Jóhann gott hjá þér að vera í orlofi og láta aðra um að rausa yfir fáránlegum niðurstöðum úr viðræðum KÍ og launanefndar sveitafélaganna. Einn góður maður sagði mér að það væri þrennt í stöðunni: 1. sætta sig við þetta, 2. segja upp, 3 gera eitthvað í málinu. Ég ætla sjálfur að ekki að spá í kosti eitt og byrja því á nr. 3 og sé hvað gerist. Já það er ekki hægt annað en bara að hjóla í þessa kalla og kellingar og banka aðeins í hausinn á þeim. og sjá hvort einhver sé heima eða bara ljósin kveikt. 

Ólafur Schram (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband