Minn sviti eykur ánægju!

Já ég þarf nú enga sérfræðinga til að segja mér að það bæti skap konunnar að ég svitni. Ég veit ekki betur en að ég svitni yfir húsverkunum alla daga í feðraorlofinu, konunni minni til ómældrar ánægju. Því meira sem ég svitna og kem í verk, því ánægðri verður hún. Hinsvegar held ég að það komi lyktinni ekkert við því ef hún finnur svitalykt þá bara sendir hún mig í sturtu með það sama. Ég held að konurnar sem tekið hafi þátt í þessari rannsókn hafi einfaldlega glaðst þegar þær fundu svitalykt úr flösku vegna þess að það minnti þær á eitthvað sem þær gátu látið kallana sína gera.

Ég held að þetta sé bara liður í áróðri fyrir því að við karlarnir vinnum og svitnum meira.


mbl.is Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sendi minn mann óhikað í steypibað ef um slíka lykt er að ræða!

Álfheiður (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 18:18

2 identicon

Ef ég man rétt þá komst ég alltaf í gott skap við að finna svitalyktina þína þegar við bjuggum saman á Húsavík um árið. Ekki man ég samt eftir að um kynferðislega örvun hafi verið að ræða.

Ólafur Schram (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband