Þegar kötturinn er að heiman fara mýsnar á kreik!

Það mætti halda að Ríkislögreglustjóri eða saksóknari væri kominn í músarmálið hjá Bónus. Þessi frétt er nokkuð lýsandi dæmi fyrir netfjölmiðlun. Fyrst birtist frétt efst á mbl með stórri fyrirsögn um að grunur leiki á að mýs hafi sést í Bónus og er í því sambandi vitnað í fréttamyndir þar sem svo virðist sem tvær mýs hafi hlaupið yfir gólfið en verslunarstjórinn haldi því fram að um kartöflur hafi verið að ræða. Til að fanga athygli lesandans var nokkuð stór mynd af bónusfánaborg en engar haldbærar sannanir lagðar fram til stuðnings þessum ásökunum. Þetta er vitanlega stórfrétt og því full ástæða að  gera svolítið úr þessu en núna þremur tímum seinna finn ég ekki forsíðufréttina heldur aðeins smáa frétt neðarlega undir "Innlendar fréttir" með fyrirsögninni: "Stóra kartöflumúsarmálið leyst." Þessi frétt er örugglega horfin af vef mbl núna þegar þú lest þetta og því ómögulegt að segja til um hve margir lesendur mbl.is lifi í þeirri trú að í Bónus sé allt fullt af músum.

Alvarlegri angi af þessu meiði er þegar um er að ræða mannorð fólks eða æru og hef ég of oft á undanförnum vikum orðið vitni að slíkum málum þar sem lesendur skjóta fyrst og spyrja svo. Erum við virkilega svona illa á vegi stödd að við erum tilbúin að trúa hverju sem er, bara ef það er nógu ljótt og leiðinlegt um náungann. Má vera að okkur líði betur með okkur sjálf ef við getum bent á aðra og sagt: Sjáðu hvað þessi er vondur, óheiðarlegur og ljótur.

Höldum í vonina um góða og uppbyggilega hluti og látum ekki gynna okkur út í bölsýni og þras.


mbl.is Stóra kartöflumúsarmálið leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leit undarlega út í fyrstu en ég trúi skýringuni vel. Bara kartöflur, auðvitað !

Örn Johnson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband