7.3.2007 | 00:36
Sagan endalausa!
Einu sinni var ríkur maður sem hét Geir. Hann réði yfir öllum peningunum í ríki sínu með litla bróður sínum Árna og sætu prinsessunni henni Þorgerði. Dag einn fékk Þorgerður góða hugmynd. Við skulum plata Halldór frá Ísó og Gunnar Rafn bróðir hans til að kaupa handa okkur stóra stóra þekkingarköku hjá bakarameistaranum Óla Lofts. 'Nei það er ekki sniðugt', sagði Árni, 'hún kostar svo mikið. 'Nei nei Árni minn', sagði Þorgerður, 'Við segjum þeim ekkert hvað hún mun kosta heldur látum þá bara hafa smá pening og þeir verða svo að borga mismuninn.'
Halldór og Gunnar voru svo montnir yfir því að vera treyst fyrir þessu stóra verkefni að þeir pöntuðu flottustu og bestu þekkingarköku sem Óli gat boðið upp á og allir bakararnir lögðu hart að sér við að búa til kökuna.....En bíddu við, hvað er að gerast..............Halldór og Gunnar eru búnir með alla peningana sína og enginn vill lengur vera vinur þeirra.
ÞORGERÐUR!!!! ÁRNI!!!! GEIR!!!! VIÐ VILJUM MEIR!!!!
'Ekki ég' sagði litla sæta prinsessan. 'Ekki ég' sagði Árni litli. 'Ekki ég' sagði Geir og enginn fékk meir.
En hvað átti Óli nú að gera? Hann var búinn að biðja alla bakarana um að búa til stóra þekkingarköku en nú átti hann enga peninga til að borga þeim. En Halldór og Gunnar hristu bara hausinn og sögðu 'EKKI ÉG'
Þessu ævintýri er enn ekki lokið og sagan endalausa heldur áfram en hætt er við að eitthvað muni skorta hráefni í þekkingarköku framtíðarinnar og ekki er víst að áfram fáist góðir bakarar til að hnoða deigið. Því er nú verr.
Kennarar ræða við sveitafélögin hjá ríkissáttarsemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ævintýri ... eða martröð?
Pétur Björgvin, 7.3.2007 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.