Óskalisti!

Ef maður getur einskis óskað sér þá er maður fátækur maður því að í óskinni er falin von.

Ég á mér margar óskir og sem betur fer eru margar þeirra uppfylltar en mig langar til að birta hér lista yfir þær óskir sem enn hafa ekki ræst en ég vona að muni rætast á næstu vikum og mánuðum.

  • Ég óska mér að einhverjir góðir menn og konur taki að sér að byggja upp leikaðstöðu að Hólavatni.
  • Ég óska mér að fleira fólk gefi kost á sér til að vinna fyrir KFUM og KFUK.
  • Ég óska mér að eignast nýtt grill í sumar því gamla grillið mitt er orðið svolítið þreytt.
  • Ég óska mér að það takist að mála húsið mitt í sumar.
  • Ég óska mér að hjólabátarnir sem ég er búinn að panta frá Kanada komist til Íslands áður en sumarstarfið hefst.
  • Ég óska mér að einhver bjóðist til að flytja ofn, eldavél og innréttingu fyrir Hólavatn frá Rvk.
  • Ég óska mér að ég geti verið öðrum hvatning og gleðigjafi.

Læt þetta duga á óskalistann í bili og þakka Guði um leið fyrir allar þær fjölmörgu óskir sem þegar hafa ræst.

Over and Out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Og þökkum Guði líka fyrir að eiga óskir og drauma. Ekki eru allir svo heppnir.

Þorgeir Arason, 13.3.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Vera

Ég vona að þú fáir allar óskirnar þínar uppfylltar ;-)

Vera, 14.3.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband