ABBA - rúlar!!

Já ég bara varð að skrifa lítið eitt um þessa frétt. Ég og frúin erum nefnilega á leiðinni til Londons um páskana og ætlum einmitt á ABBA showið MAMMA-MIA. Ég verð nú að játa það að eftirvæntingin er orðin allnokkur enda vorum við hjónin síðast ein um helgi fyrir fjórum árum síðan. Jamm það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga börn og buru en ef þú átt ekkert og ert að pæla hvort þú eigir að skella í ofninn þá bara segi ég: Láttu það eftir þér --- það er vel þess virði. Enda fékk ég ekkert smá fallegt kort frá 7 ára dóttur minni í vikunni þar sem hún óskaði þess að það yrði gaman hjá mér og mömmu hennar í London um páskana. Ég ætla gera allt sem ég get til að bregðast henni ekki með það. Ef þú ert veraldarvanur/vön í London og villt mæla með einhverju sem er algjört möst að þínu mati að sjá eða reyna þá endilega láttu skoðun þína í ljós hér á síðunni. Greetings.


mbl.is Björn og Benny úr ABBA sælir eftir söngleikjasigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Heyrði af góðum Maróskum veitingastað í London sem Akureyrarkirkjuklerkar sóttu um daginn, þú ættir að fá upplýsingar hjá þeim.

Pétur Björgvin, 24.3.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Vera

Gott hjá ykkur að skella ykkur út!  Ég óska ykkur góðrar skemmtunar

Vera, 24.3.2007 kl. 16:15

3 Smámynd: Þorgeir Arason

Góða ferð.

Þorgeir Arason, 25.3.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband