Hólavatn hjartakæra!

Í dag fór ég með tengdapabba mínum fram á Hólavatn til að líta á eldhúsið en nú er búið að rífa allt út úr eldhúsinu og komið að því að byggja upp á ný. Það má segja sem svo að þessi ferð hafi verið farin til að leita ráða hjá öldungnum því þrátt fyrir ungan aldur tengdaföður míns þá rifjaðist upp fyrir honum þegar skálinn á Hólavatni var í byggingu fyrir rúmum fjörtíu árum síðan. Mikið langar mig til þess að eiga kost á því eftir þrjátíu ár að fara með ungum manni fram á Hólavatn og sjá hvað þá verður í burðarliðnum. En svo sannarlega fann ég fyrir því í dag þegar við vorum að fara yfir verkefnið sem framundan er að við þurfum á Guðs hjálp að halda. Ég er reyndar furðu rólegur yfir þessu en kannski er það barnslegt traust mitt til Guðs um að hann hefði aldrei leyft okkur að fara af stað nema hann hafi áætlun um hvernig við ljúkum verkinu. Til skemmtunar og fróðleiks setti ég myndir í albúm sem finna má hér hægra megin á síðunni. Fyrst ég er farinn að skrifa um Hólavatn er bara best að segja líka frá því að okkur vantar rafvirkja, pípara, smiði, verkamenn, ráðskonu fyrir sumarið og kannski smá hvatningu líka. Happy

Annars er ég svolítið með hugann við London því nú eru aðeins þrír dagar í að við ökum suður á Hótel Keflavík og svo út á fimmtudagsmorgun. Good bye Akureyri.....Hello London!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Ég get verið svona andlegur stuðningur! Mér finnst frábært að sjá hversu mikil uppbygging er á Hólavatni!

Lutheran Dude, 2.4.2007 kl. 09:07

2 identicon

Vá þessar myndir eru ótrúlegar, verður án efa frábær breyting! Ég verð eins og síðasti ræðumaður stuðningur úr fjarska

Annars bara kveðja heim til allra

valborg (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:54

3 Smámynd: Þorgeir Arason

Gangi ykkur vel!

Þorgeir Arason, 2.4.2007 kl. 18:22

4 identicon

Ég segi bara gangi ykkur vel, hef fulla trú á að þetta verði allt tilbúið fyrir starf.

Þráinn (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband