Öryggiskerfi, nágrannavarsla og tíðar heimsóknir!

Einhversstaðar las ég um að maður ætti aldrei að skrifa á blogginu sínu að maður væri að fara til útlanda því þá væri maður að gefa innbrotsþjófum upplýsingar sem þeir gætu nýtt sér. En ég var búinn að gleyma því þegar ég bloggaði síðast og uppljóstraði þá áætlunum okkar hjóna um helgarferð til Lundúnaborgar en þar sem ég er heiðarlegur maður að eðlisfari finnst mér rétt að veita þá enn betri upplýsingar ef þú lesandi góður hefur eitthvað misjafnt í huga. Við skiljum börnin eftir og afi og amma passa þau fyrir okkur á meðan. Þá höfum við talað við nágrannana sem ætla að fylgjast vel með öllum grunsamlegum ferðum í kringum húsið þessa daga. Reyndar þurfa þau fyrst og fremst að hlusta eftir öryggiskerfinu sem er reyndar tengt stjórnstöð og svo hef ég líka samið við skyldmenni um tíðar heimsóknir svo ekki verður nú mikill friður til að athafna sig.

Reyndar má líka geta þess að Panasonic vídeótækið sem ég keypti í Raflandi 1993 gaf upp öndina í vetur, DVD spilarinn sem er af United gerð dó líka, við eigum ekki flatskjá heldur bara gamalt Sony tæki, tölvan er ekki merkileg en mér er annt um harða diskinn. Þá má kannski geta þess að síðustu að við söfnum ekki listaverkum. Ergo..... It's not worth it.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Finn ég lykt af ótta hérna?

Hafðu samt ólæst, þeir brjóta þá a.m.k. ekki hurðina

Baldvin Jónsson, 4.4.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband