Kominn heim frá London

Jábbs þá erum við hjónin komin heim eftir dásamlega helgi í höfuðborg Englands. Við flugum með Iceland Express og þeir stóðu sig vel, ágætis þjónusta og á réttum tíma. Hótelið bókuðum við á netinu og það heitir Hotel Ibiz og var fínt, morgunmaturinn ágætur og herbergið snyrtilegt þótt ekki væri það stórt. Við versluðum og mælum með Primark sem er ofarlega á Oxford stræti og þar við hliðina er mjög fínn ítalskur veitingastaður sem heitir Ask. Verð líka að mæla með Abba sýningunni Mamma Mia sem var vel þess virði að sjá og að lokum mælum við með gönguferð í Queen Mary's Gardens í Regent's Park sem er góð slökun frá mannfjöldanum og þar var líka ágætis útikaffihús.

Og nágrannavarslan, þjófavarnarkerfið, tíðar heimsóknir ættingja og lítill íburður heimilisins björguðu því að engu var stolið og allt á sínum stað þegar heim var komið og meira að segja börnin tóku á móti okkur og pabbi var búinn að elda handa okkur kvöldmat á okkar heimili.Cool Góður endir á góðri ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

VELKOMIN HEIM

Pétur Björgvin, 9.4.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Sæunn Valdís

hæhæ rakst á bloggið þitt á rúntinum og ákvað að kvitta gangi þér vel með hólavatn vonandi gengur vel með það

Sæunn Valdís, 10.4.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband