
Það þykir mér heldur neyðarlegt fyrir hið nýja sameinaða fyrirtæki að hafa keypt svona stolna hugmynd að nýju nafni. Þetta er augljós stæling af N4 sem er fjölmiðlarisi okkar norðlendinga með eigin sjónvarpsstöð og blaðaútgáfu. Meira að segja litirnir í merkjunum eru sláanlega líkir þó svo að ekki sé sami rauði tónninn í þeim. Samt bráðfyndið að Esso sem svo margir hafa alltaf skipt við sjái ástæðu til að afmá merkið í burt í þeirri von að þeir sem enn eru reiðir vegna samráðs olíufélaganna gleymi að N1 er olíufélag í felulitum. Hehe nú er bara spennandi að sjá hvaða fyrirtæki fá nafnið N2 og N3.
Athugasemdir
Enn ein stælingin?
Minni á að eitt sinn var skemmtistaður sem hét N1 bar. Svo var sigga Beinteins í hljómsveit sem hét N1+. Svo var eitthvað nammi sem hét N1 eitthvað, sne það varð skammlíft.
Kaupum bara bensín hjá Atlantsolíu...
Ingvar Valgeirsson, 17.4.2007 kl. 00:20
Þei hjá N4 virðast hlusta á þessa tillögu þína bróðir og ganga reyndar svo langt að segja það vera siðlaust og ósvífið hvernig stórfyrirtækið reynir að valta yfir litla fyrirtækið norður í landi. Verð ég ekki að fara að taka bensín hjá Orkunni?
Pétur Björgvin, 17.4.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.