Mikill meðbyr á Landsfundi KFUM og KFUK!

Ég var fyrir sunnan um helgina að funda með KFUM og KFUK. Á föstudagskvöldinu var svokallaður fulltrúaráðsfundur en þar komu saman formenn allra starfsstöðva sem heyra undir félagið en það eru alls 9 slíkar. Að þeim fundi loknum sat ég svo minn síðasta stjórnarfund í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi og á laugardeginum var svo sjálfur landsfundurinn. Í mínum augum var þessi fundur ekkert síður merkilegur en landsfundir stjórnmálaflokkanna þó hann fái öllu minni athygli fréttamanna. Ég get líka sagt með stolti að það ríkti mikil eining og gleði meðal fundarmanna og einu athugasemdirnar voru í raun hugmyndir um hluti sem mætti gera betur eða bæta við. Sjálfboðaliðar í stjórnum og ráðum eru tæplega áttatíu talsins, Sjálfboðaliðar í deildarstarfi eru tæplega 200 talsins og þá eru ótaldir þeir fjölmörgu félagsmenn sem koma að fjáröflunarverkefnum, vinnuferðum í sumarbúðir og margt fleira. Og markmiðið er það sama og verið hefur í yfir hundrað ár að vera æskulýðshreyfing sem stuðlar að heilbrigði mannsins til líkama, sálar og anda og byggja starf sitt á aðferðafræði Jesú Krists að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu. Íslenska þjóðin þarf á slíku starfi að halda og KFUM og kFUK þarf á fleiri fúsum höndum að halda svo hægt sé að gera gott starf enn betra. Heyr, heyr, og hananú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Gaman að heyra af því sem vel gengur.

Pétur Björgvin, 22.4.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband