Gott er að eiga góða granna!

Í dag var farin ein enn vinnuferðin að Hólavatni og að þessu sinni var lokið við að klæða plötur upp í loftið (sjá myndaalbúm) og reyndar voru svefnsalirnir líka þrifnir og gerðir klárir fyrir sumarið enda aðeins sex vikur þar til fyrsti flokkur hefst og því ekki allt of margir dagar til að ljúka þeim verkum sem eftir eru. En það hefur sannarlega sýnt sig á síðustu vikum hve gott það er að eiga góða granna. Sveinn og Guðný sem búa á bænum Vatnsenda hinum megin við vatnið bjóða nefnilega alltaf vinnumönnum í hádegismat. Þetta kemur sér mjög vel þar sem að eldhúsið okkar er ekki í nothæfu ástandi.Gasp  Í dag fengum við fínasta Lasagne og kaffi og súkkulaði á eftir. Guð launi góðum nágrönnum og vinum Hólavatns því svangur verkamaður er sjaldnast til gagns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér fannst alltaf gaman í Hólavatni á sínum tíma þótt ég hafi aðeins farið þangað í skólaferðir en aldrei í sumarbúðir.

Annars vildi ég láta þig vita að ég setti tvær myndir af þér á heimasíðuna mína af því að þú varst búinn að kvarta undan því áður að ég hefði bara mynd af Alla og Pétri. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband