Gott dagsverk á degi verkalýðsins!

Já það kom sér aldeilis vel að fá frídag í dag og af því tilefni var farin vinnuferð að Hólavatni og voru níu verkamenn að störfum og átta börn að leik. Nú er búið að setja nýja útihurð og glugga, búið að klæða í loftið, langt komið að klæða veggii, búið að þrífa Hólabæ, og ýmislegt fleira gott sem gert var í dag. Myndirnar tala sínu máli og eru komnar inn í albúmið en það var magnað veður, sól og blíða.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt en verst er að dagarnir eru svo fljótir að líða að þeir eru búnir áður en maður veit af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér féllust nú bara hendur þegar ég sá myndirnar.........en þá komu synir mínir og sögðu að þetta væri alls ekki svona slæmt, þetta væri eiginlega að verða búið  

Dögg (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst alæðislegt þegar menn mótmæla skyldufrídegi með því að vinna eins og alvöru menn - ekki spila bingó eins og gamlar kellingar!

Ingvar Valgeirsson, 5.5.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband