7.5.2007 | 17:19
Nú verður sko grillað!
Ég má til með að deila því með ykkur að ég var að eignast nýtt grill. Ég var búinn að undirstinga frúnna með að gefa mér nýtt grill í sumar í afmælisgjöf en svo var svona ljómandi gott tilboð í Nettó og 20% afsláttur fyrir KEA korthafa þannig að ég nefndi það hvort væri ekki bara sniðugt að geta notið gjafarinnar í allt sumar þó svo að ég eigi ekki afmæli fyrr en í júlí. Auðvitað tók frúin vel í það enda gæðakona svo að um helgina fór ég og keypti grillið, skellti því á kerruna og var svo góða tvo tíma að púsla því saman. Í gærkvöldi var svo grillað dýrindis lambakjöt og bakaðar kartöflur, gráðostafylltir sveppir og sósan líka hituð á fínu gashellunni. Algjör snilld og útlit fyrir gott grillsumar og ekkert mál að taka á móti gestum því það er pláss á grillinu fyrir mat handa fleirum.
Athugasemdir
til hamingju með nýju græjuna
Sæunn Valdís, 7.5.2007 kl. 17:35
Til lukku með gripinn. Ég panta hér með grillpartý í júní þegar við komum norður í blíðuna. Bið að heilsa þér og þínum
Sara (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 13:54
hvenær á ég að mæta?
Pétur Björgvin, 9.5.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.