Tæknileg mistök!

Nú get ég ekki lengur orða bundist og hef ákveðið að gerast sérstakur ráðgjafi framsóknarflokksins og tel að ef þeir hefðu farið að mínum ráðum þá hefði það verið fyrsta skrefið í átt að endurheimtu fylgi og hugsanlegt upphaf af nýrri sókn sem þessi flokkur þarf á að halda. Með öðrum orðum langar mig í nokkrum orðum að lýsa því hvað ég tel að hefði verið rétt viðbrögð framsóknar við úrslitum kosninganna.

Úr ræðu Jóns formanns ef hann hefði leitað til mín:

„Úrslit kosninganna eru vissulega vonbrigði fyrir framsóknarflokkinn og framtíð þessa lands. Niðurstöðurnar undirstrika engu að síður þá staðreynd að framsóknarflokkurinn er landsbyggðarflokkur og sem slíkur hefur hann beitt sér fyrir uppbyggingu víða á landsbyggðinni, m.a. með því að flytja opinber störf og stofnanir út á land. Þetta endurspeglar rúmlega 20% meðatalsfylgi flokksins í Norðvestur, Norðaustur og Suðurkjördæmum. Þessi áherslumál flokksins í uppbyggingu atvinnumála og bættum samgöngum eru greinilega ekki þau mál sem mest brenna á þeim sem búa á suðvesturhorni landsins og fylgið því slakt. Því hörmum við það framsóknarmenn að geta ekki áfram átt þátt í ríkisstjórn þessa lands og vonum að sá tími sem framundan er verði þjóðinni ekki of dýrkeyptur og að áfram verði sköpuð skilyrði svo unnt sé að halda byggð í öllum landshlutum okkar dýrmæta lands. Við framsóknarmenn þurfum áfram að berjast og vinna menn til fylgis við stefnu okkar og framtíðarsýn."

 Og hananú. Með þessu móti hefði Jón getað gengið stoltur frá borði ríkisstjórnar og þjóðin hefði borið virðingu fyrir því að flokkurinn hefði bein í nefinu til að horfast í augu við blákaldar staðreyndir án þess að vera hræddir við að missa völdin. En því miður eru framsóknarformennirnir að skæla við fjölmiðla um trúnaðarbresti og óheiðarleika....búhú.... svo eru menn hissa á hnignandi gengi....

Þetta verður eina pólítíska færsla mín í tengslum við þessar kosningar.Shocking 


mbl.is Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sorry Stína!

Forusta Framasóknar var bara svo ömurlega ósexí og hallærisleg í þessum kosningum að engar konur með lifandi ástarlíf kusu flokkinn án þess að vera til þess neyddar. Siv er þeirra eina von! Eða þú:

Vilhelmina af Ugglas, 18.5.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband