19.5.2007 | 20:24
Innréttingin komin upp!
Jæja þetta mjakast allt saman áfram á Hólavatni og í dag var lokið við að setja eldhúsinnréttinguna upp. Þá er eftir að flota gólfið, dúkleggja, flísaleggja milli bekkja, tengja raftæki, setja upp ljós og sitt hvað fleira. En mikið er Guð nú góður að gera þetta allt mögulegt. Nýjar myndir eru í albúminu og vinnuferðir alla frídaga fram að fyrsta flokki sem hefst mánudaginn 11. júní. Þannig að ef þú vilt koma með þá er það velkomið.
Athugasemdir
Frábærar myndir og flott framtak.
Pétur Björgvin, 19.5.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.