Upphaf skólagöngu!

Í dag byrjaði yngri dóttir mín í leikskóla. Dagurinn í dag markar því upphafið á 15-20 ára skólagöngu. Ég er mjög ánægður með móttökurnar og skipulagið á leikskólanum. Þetta er lítill einnar deildar leikskóli með 30 börnum og foreldrahandbókin sem við fengum er vitnisburður um metnaðarfullt og jákvætt starf þar sem áhersla er lögð á sjálfshjálp, aga og virðingu. Nú tekur við aðlögunarvika og við Elísabet verðum því saman á leikskóla þessa síðustu viku mína í feðraorlofinu. Þriðjudaginn eftir Hvítasunnu fer ég svo með 10. bekk í fjögurra daga ferðalag með pakkaðri dagskrá. Alveg mögnuð tímasetning að mæta aftur til vinnu til að fara í ferðalag og svo er bara skólaslit og ein vika í frágang og undirbúning. En á morgun er líka merkilegur dagur fyrir Hólavatn því þá koma nýju hjólabátarnir til landsins. Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Spennandi dagar fyrir unga sem aldna (-:

Pétur Björgvin, 22.5.2007 kl. 08:32

2 identicon

Hjólabátar?? Heyrði ég rétt?? Á dauða mínun átti ég von en ekki hjólabátum!!  Til lukku með það.

Vonandi verður þú ferskur í vinnunni þessa fáu daga áður en sumarfríið tekur við. Skemmtu þér vel með hinum unglingunum.....

Arna (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hólabátar á Hjólavatni. Æðinslegt!

Ingvar Valgeirsson, 25.5.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband