Fyrst fór ég í 10. bekkjarferð fyrir 19 árum og 19 kg!

En á morgun fer ég í mína sjöttu ferð með tíunda bekk Oddeyrarskóla. Ég er sem sagt að mæta í fyrramálið til vinnu á ný eftir sex mánaða fæðingarorlof og ég byrja náttúrulega fyrsta daginn á því að hoppa upp í rútu klukkan átta og fara í fjögurra daga ferðalag með tíunda bekk. Á næstu 80 klst mun ég fara í Kringluna og Smáralind, fara í Lúxusbíó, keilu, Bláa lónið, Adrenalíngarðinn, Surtshelli, fossahopp og rafting. Ég mun borða í Staðarskála, á Stjörnutorgi í Kringlunni, í Smáralind, Bláa lóninu, Ruby Tuesday, Húsafelli og Sauðárkróki. Ég mun þjónusta og stjórna 24 unglingum með öllu því sem ég á til og leggja mitt að mörkum til að gera þessa ferð ógleymanlega........ Ekki þannig að ég verði ógleymanlegur heldur ferðin. wish me luck,,,,,,,,,,I'll need it!!

Á meðan verður Hólavatn á hold þó svo að ég vonist eftir því að einhver reddi ráðskonu í fyrsta flokk meðan ég er í burtu. 11.-15. júní ef þú ert á lausu. Annars eru komnar nýjar myndir af stöðu mála í Hólavatnsalbúmið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Já gangi þér og ykkur öllum vel. Það er gott að þú kemur vel hvíldur inn í þetta dæmi.

Pétur Björgvin, 28.5.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband