Svar við fréttaflutningi um brunavarnir sumarbúða

Undanfarna daga hefur farið svolítið fyrir umfjöllun í fjölmiðlum um brunavarnir í sumarbúðum. Ástæðan er sú að Brunamálastofnun var að gefa út árskýrslu fyrir árið 2006 og þar koma fram upplýsingar um úttekt þeirra á stöðu brunavarna hjá 10 sumarbúðum á landinu. Þetta er í þriðja sinn á tæplega tuttugu árum sem þeir taka sumarbúðirnar sérstaklega fyrir en hlutverk Brunamálastofnunar er meðal annars að hafa eftirlit með störfum eldvarnarfulltrúa og slökkviliðsstjórum sveitarfélaganna. Þeir hafa því ekki bein samskipti við okkur og skila skýrslum til eldvarnarfulltrúa en við fáum að öllu jöfnu ekki eintak af þeim skýrslum nema við óskum sérstaklega eftir því.

Vegna stórra orða frá yfirverkfræðingi hjá Brunamálastofnun var stjórn KFUM og KFUK á Íslandi knúin til að óska eftir fundi með brunamálastjóra og eftir því sem mér skilst var sá fundur gagnlegur og í kjölfarið var birt yfirlýsing á www.kfum.is

Hvað Hólavatn snertir þá voru gerðar nokkrar athugasemdir áriið 2006 af eldvarnarfulltrúa frá Akureyri og bætt var úr öllum þeim atriðum fyrir sumarstarf 2007. Hins vegar er því ekki að neita að húsnæðið á Hólavatni stenst ekki núgildandi reglugerð að öllu leiti og snýr það aðallega að efni í klæðningum o.fl. en flóttaleiðir og eldvarnarkerfi er að sjálfsögðu í fullu samræmi við núgildandi kröfur. Þegar eldhúsið var tekið í gegn voru veggir og loft klædd með óbrennanlegri klæðningu og eldvarnarhurð sett upp svo að nú er eldhúsið sér brunahólf og er það til mikilla bóta.

Það er ekkert smá mál að bera ábyrgð á börnum annarra í nokkra daga og því tel ég að allar sumarbúðastjórnir KFUM og KFUK vilji gera það sem hægt er til að tryggja sem best öryggi þeirra sem þar dvelja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég get glaður sagt frá því að ég hef sofið tugi nátta á Hólavatni og aldrei brunnið inni. Tel plássið því nokkuð öruggt!

Ingvar Valgeirsson, 14.7.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband