Þvílíkur farsi!!

Ég skemmti mér ágætlega við lestur athugasemda á bloggsíðunni hans Birgis um þessa höfnun Akureyrarbæjar á ungu fólki 18-23 ára. Þar sýnist sitt hverjum og alls ekki allir á einu máli um hvort bæjarstjórnin eigi að segja af sér. Ég gæti nú líklega alveg eins farið af stað með undirskriftasöfnun og krafist þess að þeim skemmtistöðum verði lokað til frambúðar sem brjóti lög og leyfi viðskiptavinum að drekka áfengi við borð utandyra, þar sem það er bannað með lögum.

Ég held að Akureyrarbær hafi staðið frammi fyrir svolítið erfiðum vanda fyrir þessa helgi. Það hafa nefnilega verið ýmsir fylgikvillar með hátíðinni síðustu ár sem ég held að bæjarstjórnin, lögreglan, skátarnir á tjaldsvæðum og flestir í bænum vildu finna lausn á. Dæmi um vandamál síðustu ára eru:

  • Mikil ölvun ungs fólks
  • Talsvert um pústra og ólæti á unglingatjaldstæði við Hamra
  • Talsvert um kvartanir íbúa vegna ungs fólks sem hefur gert þarfir sínar í görðum
  • Nokkuð um tilkynningar um stolin reiðhjól og eignarspjöll
  • Fíkniefnamál og nauðgunartilraunir

Vissulega má færa fyrir því rök að ekki þurfi marga svarta sauði til þess að valda þessu en þrátt fyrir ýmsar tilraunir síðustu verslunarmannahelgar hefur ekki tekist að vinna bug á þessum vanda. Skilaboðin sem bæjaryfirvöld sendu að þessu sinni bitnuðu vissulega á öllum ungmennum á þessum aldri en líklega var bærinn bara ekki tilbúinn til þess að leggja út í þann kostnað sem aukinn gæsla hefði haft í för með sér.

Mikið væri samt gaman að ná að búa til hátíð þar sem fjölskyldur geta skemmt sér og ungt fólk líka. Fiskidagurinn er að ganga upp og þangað koma 30.000 manns en samt er enginn unglingadansleikur. En ef markmiðið á að vera að fá 5.000 ungmenni til að eyða 20.000 hvert í skemmtanir, fyllerí og tilheyrandi þá eigum við ekkert að blanda nafni Akureyrar í það mál. Vinir Akureyrar hafa haldið því fram að þeir hafi orðið af meira en 100 milljónum í tekjur af því að það komu ekki þessi 5.000 ungmenni sem þeir höfðu reiknað með. Sem sagt reiknað með að hver einstaklingur í þessum hópi myndi eyða 10.000 kalli í bjór og hammara og restinni í ný föt af því að taskan var týnd............  

Ég vildi óska þess að það hefði verið hægt að stöðva þessa óheillaþróun með öðrum hætti en kannski var þetta samt nauðsynlegt þrátt fyrir allt.

 


mbl.is Tæplega hundrað manns skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

og skál fyrir því!

Pétur Björgvin, 12.8.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband