Akureyrarvaka í stað "Einnar með öllu"

Ég tók þátt í ýmsum dagskrárliðum um helgina sem tengdust Akureyrarvöku og þar sem ég stóð á Ráðhústorgi í gærkvöldi og horfði á glæsilega flugeldasýningu sannfærðist ég um að þarna er komin hátíðin sem við Akureyringar eigum að standa bakvið. Við eigum að hætta að reyna að skapa fjölskyldustemmingu á helstu fyllírishelgi ársins, verslunarmannahelginni og byggja utanum Akureyrarvöku síðustu helgina í ágúst. Fylla öll hótel og gistiheimili af fólki og hvetja Akureyringa til að opna hús sín fyrir vinum og vandamönnum og nýta hvern bedda sem fyrir finnst í bænum. Ekkert tjaldvesen. Svo þurfum við bara að sameinast um öflugt foreldrarölt í samvinnu við björgunarsveitina í bænum til að passa upp á þá krakka sem fara yfir línuna. Dagskrá helgarinnar var nefnilega fjölskylduvæn enda ekkert ball með Palla í boði og það veit yfirleitt á gott.Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Sammála þér - þ.e. væri það ef ég væri Akureyringur og því með leyfi til að blanda mér í umræðuna! En ég var sjálfur staddur á Akureyrarvöku um helgina og skemmti mér afar vel.

Þorgeir Arason, 27.8.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband