14.10.2007 | 23:53
Mikilmennskubrjálæði!
Tja ég hef ekki verið duglegur að blogga. Biðst afsökunar á því en ég hef verið að nota tíma minn í ýmislegt annað. T.d. hef ég verið að leika mér að því að prófa alls konar frían hugbúnað til að skissa upp hugmyndir að nýbyggingum á Hólavatni. Mig vantar nefnilega ekkert hugmyndir........mig vantar bara svona 30 kúlur.
En til gamans leyfi ég ykkur að sjá hér eina hugmynd. Fyrir þá sem þekkja eitthvað til á Hólavatni þá er þessi bygging hugsuð austan við gamla húsið og hvítu tröppurnar sem sjást á teikningunni koma inn í gamla húsið á svipuðum stað og maður kemur inn í dag, nema bara þar sem glugginn er til austurs.
Slóðin er http://www.floorplanner.com/ba537c/
Athugasemdir
Skemmtileg hugmynd. En ég sé að þú hefur ekki gert þetta neitt í takt við þær hugmyndir sem stóri bróðir hefur um það hvernig byggja þurfi sumarbúðir í dag - eins og nokkurs konar litlar íbúðaeiningar svo hægt sé að bjóða líka upp á fjölskyldubúðir o.fl. Gæti ég pantað svona teikningar frá honum líka - svo getum við borið saman og "diskúterað".
ps. Það þarf líka að teikna alveg nýjar sumarbúðir á Vestmannsvatni, þar er allt úr sér gengið.
Kveðja, Alli Már
Alli Már (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:58
Ég vil ekki nútímavæða Hólavatnsskála, breyta hann eða bæta - hann á að vera í upprunalegu horfi, bara halda honum við. Annað er eins og að bæta við Biblíuna (nei, reyndar ekki alveg), þetta er alltsaman fullkomið í hönnun.
Ég vil hafa skálann eins og hann var ´88, sami matur, sama fólkið og allt eins og það var... nema Bjarni á ekki að syngja!
Ingvar Valgeirsson, 22.10.2007 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.