Sjálfstæð kirkja

Andstæðingar íslensku þjóðkirkjunar grípa boltann á lofti og vonast eftir því að orð Björns Bjarnasonar séu skref í áttina að aðskilnaði ríkis og kirkju. Sjálfstæði kirkjunnar er mikið og fjárhagsgrundvöllurinn traustur þar sem samningur hefur verið gerið við ríkið um árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar vegna eigna kirkjunnar sem ríkið hefur ráðstafað á síðustu öldum. Í þessu felst ekki mismunun ríkisins á milli ólíkra trúarbragða heldur viðurkenning á eignarrétti kirkjunnar. Áður fyrr þótti nefnilega ekki tiltökumál að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ráðstöfuðu landi og eignum sem kirkjan átti, þar sem að um ríkiskirkju var að ræða. Nú þegar samfélagið er á margan hátt margbrotnara og fjölbreyttara er ekki óeðlilegt að upp komi krafa um aðskilnað ríkis og kirkju og ríkið greiðir þá málamyndaupphæð sem þó bætir engan veginn það land og þau gæði sem ríkið hefur í dag en var áður kirkjunnar.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að aðskilnaðurinn geti verið jákvæður en um leið vil ég ekki að við látum afar smáan minnihluta þvinga okkur til að leggja af kristinn sið í landinu til að þóknast þeim. Jafnrétti er tryggt með vali einstaklingsins til að hafa skoðanir og tjá þær. Við lifum í landi þar sem ríkir trúfrelsi en yfir 90 % þjóðarinnar er skráð í kristin trúfélög og því er eðlilegt að draga þá ályktun að þessi mikli meirihluti vilji að þessi afstaða sé sýnileg í samfélaginu.

 


mbl.is Rætt um að færa þjóðkirkjuna til forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Verð að benda á -að trúfrelsi ríkir ekki í okkar landi.
Réttur til erfða og tryggingarmála skerðist ,ef þú ert ekki giftur.

Halldór Sigurðsson, 20.10.2007 kl. 14:49

2 identicon

Þjóðin okkar er mjög létt-trúuð miðað við flestar aðra, kannski það sé ástæðan fyrir því að það fer skattaprósenta í trúmál en ekki frjáls framlög safnaðarmeðlima eins og í mörgum öðrum löndum. Heldur þú að meirihluti þjóðarinnar myndi kjósa að borga sömu upphæð áfram ef það væri val? Ef trúfélög þyrftu að fjármagna sig eingöngu á frjálsum framlögum þá myndi kirkjum/trúfélögum örugglega fækka um helming. Eins og staðan er í dag þá erum við útlitslega trúaðari en við erum í raun og veru.

Annars mælist trúleysi miklu meira í almennum könnunum, sem virðist benda til þess að flestir einfaldlega nenni ekki að skrá sig úr trúfélögum (sérstaklega þegar kemur að þjóðkirkjunni). Ef það er 90% þjóðarinnar svona rosalega mikilvægt að sýna hversu kristin við erum þá ætti nú varla að vera erfitt að safna peningum, þeir sem að eru á móti því hljóta bara að óttast aðra niðurstöðu. 

Geiri (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband