Samræður eru tvíhliða!

Ágæt ábending frá formanni SAMFOKs um að auka megi samræðu skóla við foreldra en þó hefði ég kosið ef hún hefði sagt að auka megi samræðu milli skóla og foreldra. Ástæðan er sú að samræður af þessum toga eru tvíhliða og ég held að foreldrar gætu oft verið virkari í samskiptum við skóla barna sinna.

Í þeim skóla sem ég starfa við er samstarf við foreldra mjög mikið og virkt og foreldrar eru virkir þátttakendur í fjölmörgu sem fram fer í skólanum. Því verður að gæta sín á alhæfingum í þessu sambandi og hvetja frekar þá til dáða sem gera vel frekar en að vera alltaf að benda á það sem miður fer í skólastarfi.

Við í skólanum erum stundum réttilega gagnrýnd fyrir að benda of mikið á það sem miður fer hjá nemendum og tala of sjaldan um þegar vel gengur. Mér sýnist SAMFOK vera fallið í sömu gryfju þar sem ég man varla eftir jákvæðri frétt frá þeim um skólastarf.

Koma svo SAMFOK eflum hið jákvæða og látum það útrýma hinu neikvæða.


mbl.is Skortur á samræðu skóla við foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er leitt að þú hefur ekki orðið var við jákvæða umræðu frá SAMFOK, skýringarinnar gæti stundum verið að leita í fréttamati fjölmiðla. Ég er sammála þér um mikilvægi samræðu milli foreldra og skóla og held að hún sé eitt af lykilatriðum að góðu skólastarfi. Engin spurning að þar þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð, sumir standa sig vel og aðrir illa. Ég er alveg sammála þér um mikilvægi jákvæðrar umræðu og að við vekjum athygli á því sem vel er gert í skólastarfi, og það er víða, en mér finnst líka að við ættum að hafa metnað til að það sé í öllum okkar skólum.

Svo er ég bara framkvæmdastjórinn svo við höldum því til haga! Formaðurinn okkar er Hildur Björg Hafstein

Bergþóra Valsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband