9.12.2007 | 17:35
Fallegt að vetri sem sumri
Laugardaginn 1. des. s.l. fór ég fram á Hólavatn til að ganga frá fyrir veturinn. Í haust hafa verið hópar frá Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum ásamt ýmsum öðrum hópum en nú er búið að loka í bili. Það var fallegt um að litast á Hólavatni og þó ég þyrfti að ganga frá hliðinu get ég ekki sagt annað en að ég hafi notið þess að koma á þennan yndislega stað. Til gamans setti ég nokkrar myndir sem ég tók í Hólavatnsalbúmið hér til hliðar.
Athugasemdir
Já, að kalla þetta yndislegan stað er ekki orðum aukið.
Ingvar Valgeirsson, 10.12.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.