Skólamálaumræða

Þessi frétt er í svipuðum anda og sú skólamálaumræða sem fram fer hér á landi. Gífuryrði um hvað megi og hvað megi ekki kenna eða segja í grunn- og leikskólum landsins. Framsögumenn þeirra aðila sem vilja afmá allt sem minnir á trúariðkun út úr skólunum hafa jafnvel gefið í skyn að ef þeirra sjónarmiðum verði ekki mætt eigi íslenska ríkið hættu á að fá kæru á sínar hendur.

Sjálfur er ég kennari og veit að í mínum verkahring er að miðla þekkingu til nemenda minna en ekki hafa mótandi áhrif á lífsskoðanir þeirra. En þekking mótar og það sem verra er að það gerir vanþekking einnig. Með þekkingu get ég myndað mér skoðun á viðfangsefni og valið mér viðhorf í framhaldi af því. Því má segja að ferlið „menntun“ sé grunnurinn að því að við getum sýnt umburðarlyndi og forðast fordóma.

Skólastarf er samfélagsstarf og tekur mið af því umhverfi sem það þjónustar. Lífsskoðanir og hefðir samfélagsins eru órjúfanlegir þættir skólastarfsins og verða ekki teknar úr sambandi líkt og að skólinn geti svifið í lausu lofti án jarðsambands við heimilin og nærsamfélagið. Í því sambandi verður fyrst og fremst að gæta jafnræðis og virða ólíkar lífsskoðanir og meta margbreytileikann.

Það felst engin virðing í því að sópa öllu undir teppið og láta eins og það sé ekki til. Virðingin er falin í opinni umræðu og upplýsingu um það sem er í boði með áherslu á þá þætti sem sameina okkur, en ekki með sífelldum rógburði um þá sem eru annarrar skoðun.


mbl.is Dýrkeypt lögsókn vegna sokkabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Framsögumenn þeirra aðila sem vilja afmá allt sem minnir á trúariðkun út úr skólunum
Í Gvuðanna bænum, hættu að snúa út úr málstað þeirra sem vilja trúboð úr skólum.  Umræðan yrði svo miklu betri (og heiðarlegri) ef trúboðssinnar myndu bara hætta okkur, sem viljum ekki trúboð í skólum, upp skoðanir. 

Matthías Ásgeirsson, 16.12.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Fyrirgefðu Matthías en ert þú að kalla mig "trúboðssinna"?? Hvar í grein minni hér að ofan mæli ég með því að skólar séu opnir fyrir trúboði? Ég er bara að benda á að menning og samfélag er margbrotnara en svo að hægt sé að sneiða af því allt sem snertir trú eða trúarbrögð í innra starfi skólans. Þar er ég ekki að tala um neina utanaðkomandi aðila.... heldur aðeins það hlutverk okkar kennnara í grunnskólanum.

Eftir stendur sem áður allt hitt sem ég skrifaði um að menntun er lykillinn að umburðarlyndi og virðingu. Að sópa undir teppið og forðast umræðu um ólík gildi og sérstöðu trúarbragða er hættuleg leið sinnuleysis sem elur á fordómum.

Jóhann Þorsteinsson, 16.12.2007 kl. 22:53

3 identicon

Rétt er það að menntun er lykillinn að vitrænni skoðanamyndun og því að vinna á fordómum. En það verður þá líka að uppfræða fólk um allar hliðar málsins, en ekki bara þá hlið sem "einhverjum" þykir vera sú rétta.

Ef aðeins er kennt um Guð og Jesú, en ekki um Allah og Múhameð, Búdda, og það að kannski séu þetta nú bara allt tilgátur og ekki til í alvöru. Hvernig geta menn þá myndað sér vitrænar skoðanir á hlutunum? Hvernig munu fordómar víkja þegar umræðan er einhliða?

Ég held að allir sjái það sem vilja sjá, að Kristinfræðsla í skólum er auðvitað ekkert annað en trúboð í líki menntunar. Trúarbragðafræðsla er það eina sem á rétt á sér í skólum að mínu mati, þar sem farið væri holt og bolt yfir hinar ýmsu trúarskoðanir í heiminum. Nú eða þá að sleppa þessu bara alfarið og láta aðra um að uppfræða pöpulinn um fræði Drottins, Allah eða Búddisma. 

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:32

4 identicon

Ég hef það á tilfinningunni að þeir aðilar sem gagnrýna það að börn læri um trúarbrögð í grunnskólum að þeir gleymi öllu tilstandinu og gleðinni sem fylgir jólahátíðinni.  Sem blandast óneitanlega inn í skólastarfið í desember mánuði. 

Vill þetta sama fólk afnema jólaböllum, jólaskemmtun, litlu jólum, kærleiksríkum jólakortum o.s.frv. ?  Ég er ekki viss um það?   Ég legg til að þessir aðilar hugsi málið ALLA LEIÐ! 

Teacher (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband