25.3.2008 | 23:50
Guði sé lof fyrir nýtt starf!
Hehe, datt í hug að láta þennan frasa vera yfirskrift á þessu bloggi mínu þar sem að ég er í alvöru Guði þakklátur fyrir að vera búinn að skrifa undir ráðningarsamning hjá KFUM og KFUK á Íslandi. Ég mun byrja í nýrri vinnu þann 1. ágúst 2008 og ég held að titillinn sé "Svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á norðurlandi"
Bíddu er það fullt starf? er algengasta spurningin sem ég hef fengið frá þeim sem frétt hafa af ráðningunni en miðað við þörfina, allar hugmyndirnar og væntingarnar er ég farin að huga að forgangsröðun á hlutum en hér á Akureyri verður þá til svona mini-þjónustumiðstöð fyrir deildarstarf og sumarbúðir á norðurlandi.
Ég veit að ég á eftir að sakna gamla vinnustaðarins, Oddeyrarskóla, því þar er frábært samstarfsfólk og inn á milli ágætis nemendur. Djók....allir nemendur geta verið frábærir.
Annars er ég bara að vonast eftir því að sjálfboðaliðar komi í kippum til mín og óski eftir því að vera með í frábæru starfi næsta vetur og það eru sko hlutverk fyrir alla. Gamla og útbrunna kfummara og unga og ferska unglinga og allt þar á milli. Spennandi.
Annars er það að frétta af Hólavatni að það er búið að skipta um rafmagnstöflu og við erum langt komin með að setja upp neyðarlýsingu og skipta um lagnir í eldvarnarkerfinu. Fórum á miðvikudaginn fyrir páska og byrjuðum og svo aftur á mánudaginn og svo er stefnan sett á laugardaginn ef einhver vill koma með.
Jæja nóg í bili. Ég tek á móti góðum hugmyndum og árnaðaróskum hér á blogginu næstu 14 daga við þessa færslu og svo er bara að vona að ég fari nú að vera duglegri við að skrifa enda alveg að koma sumar og þá fara hlutirnir að gerast.
Athugasemdir
Þetta er auðvitað tóm hamingja Jóhann!
Þetta er bara spennandi og virkilegt tilhlökkunarefni fyrir KFUM og KFUK að hafa starfsmann í fullu starfi hér fyrir norðan. Ég spái því að félagið muni á allra næstu árum flytja aðalstöðvar sínar hingað norður því það er hér sem hlutirnir gerast....
Innilega til hamingju með djobbið! - Arna -
Arna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:09
Innilega til hamingju Jói, þetta er frábært!
Lutheran Dude, 26.3.2008 kl. 19:25
Þetta er frábært að heyra, til hamingju með starfið, það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og hvað gerist á Akureyri.
Þráinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:59
Gaman að heyra þetta, gangi þér vel í nýju starfi.
Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:45
Takk fyrir góðar kveðjur og óskir. Vinnuferð í dag gekk vel, fórum af stað um níu og komum beint heim í kvöldmat.
Jóhann Þorsteinsson, 29.3.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.