Frábær byrjun!

Í dag var vorhátíð KFUM og KFUK haldin hátíðleg á Holtavegi í Reykjavík. Þessi hátíð markar líka upphaf skráningar í sumarbúðir og á leikjanámskeið hjá KFUM og KFUK. Ég hef heyrt í þeim sem voru á hátíðinni og eru allir þeir sem ég hef heyrt í sammála um að vel hafi tekist til og stemmningin verið góð.

Það eru alla vega frábærar fréttir að á þessum fyrsta skráningardegi voru skráð yfir 1000 börn og skráning á Hólavatn var líka talsvert meiri á fyrsta degi heldur en áður og vonandi er það fyrirboði um það sem koma skal fyrir sumarið. Ef allir flokkar á Hólavatni ættu að fyllast í sumar þá þurfum við að fá tæplega 150 börn en í fyrrasumar voru þau um eitt hundrað. Við erum vitanlega að vona að börnin frá því í fyrra hafi verið svo ánægð að þau vilji koma aftur og svo erum við líka á fullu að reyna að gera aðstöðuna betri og betri. Sem dæmi um nýja hluti sem verða í sumar eru

  • Ný fimm metra löng rennibraut sem tengir saman efra og neðra leiksvæði
  • Tvær nýjar og flottar rólur
  • Jafnvægisslá á gormum með pöllum á endanum svo maður geti reynt að hrista hinn af.
  • Enn meira úrval af leikarafötum og búningum
  • Trampólín 4.3 metra með öryggisneti

Þar að auki er búið að auka enn á öryggið með því að endurnýja rafmagnstöfluna, setja upp neyðarlýsingu, draga nýjar lagnir í eldvarnarkerfið og setja upp ný ljós á neðri hæðinni.

Allt er þetta gert til þess að auka líkurnar á því að börnin fari glöð og ánægð heim og að foreldrarnir viti að við viljum reyna okkar besta til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna.

Áfram HólavatnCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband