Heimavinnandi og brjálað að gera!

Jæja ég held að í tilefni þessara tímamóta í lífi mínu sé rétt að stofna nýtt blog og reyna að fá útrás fyrir þörf mína fyrir að tala. Ég er sem sagt kominn í 6 mánaða feðraorlof. Já þú last rétt 6 MÁNAÐA orlof til að vera heima með dóttur minni sem er nýorðin eins árs og mamma hennar er farin að vinna. Nú, ég hef legið undir því ámæli að vera "algjör kelling" að ætla hanga heima aðgerðarlaus í hálft ár. Flesta daga líður mér ekkert illa yfir þessu en svo kemur fyrir að mér finnst eins og karlmennskuímynd mín sér örlítið beygluð vegna þessa. Það var einmitt það sem rak mig til þess að byrja mánudaginn á því að fara í BYKO og rölta með dóttur mína innan um verkfæri, málningu, og fleira. Ég gerði smá verðkönnun á helstu handverkfærum sem mig vantar eða langar í og var bara nokkuð ánægður með mig þegar ég leit á klukkuna og sá að við vorum búin að vera þrjú korter að þvælast þarna. Mér leið hins vegar ekki eins vel þegar ég settist út í bíl og áttaði mig á því að líklega hafði ég varið mestum tíma inn í Blómaval sem er flutt í BYKO og svo í að leita að ryksugupoka og skoða þurrkara. Æi ég get líklega seint flúið minn innri mann [konu].........................En ekki segja strákunum það!!!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband