15.12.2006 | 23:11
The biggest loser!
Já já það er kannski til marks um lélegt sjónvarpsefni eða skort á áhugamálum að ég horfði á úrslitaþátt "The biggest loser" sem var á Skjá einum í kvöld. Ég hef svona laumast til að horfa á brot og brot úr seríunni en konan mín hefur andstyggð á þessum þáttum og finnst þetta lágkúrulegt sjónvarpsefni. Ég er svo sem enginn sérstakur aðdáandi og sérstaklega ekki þegar allt er spilað á tilfinningastiginu en engu að síður tek ég ofan hattinn fyrir hverjum þeim sem ákveður að færa líf sitt til betri vegar. Að geta ekki gengið upp stiga vegna offitu er ekkert grín. Ég get nú samt ekki annað en brosað út í annað yfir máttleysi mínu varðandi þyngdina því ég væri alveg til í að losa mig við svona 8% af eigin líkamsþyngd en þetta lið var að losa sig við 40%. Samt geri ég ekkert í þessu annað en að kinka kolli og hugsa um hvað lífið væri nú mikið skemmtilegra ef ég væri búinn að losa mig við þessi átta prósent. En mér er sagt að allt í kringum okkur, matvara, leiga, þjónusta og allt taki mið af vísitölu sem hefur einmitt verið í kringum 8% síðastliðið ár svo ég má bara vera ánægður með að standa í stað. Því ég þyngist alla vega ekki í samræmi við neysluvísitölu og yfir því gleðst ég.
Athugasemdir
Halló ég heiti Pétur Björgvin (finnst þetta hálf skrítið kerfi hér að þurfa að vera skráður notandi til að nafnið manns birtist. Skrítið traust það. Treysti sjálfur frekar þeim sem eru skráðir notendur til að birta sómasamleg ummæli nafnlaust heldur en þeim sem eru ekki skráðir en jæja þetta var útúrdúr.) Vildi bara monta mig að á meðan þú ert alger loooooser á föstudagskvöldi hef ég setið og lært allt kvöldið. hehe. Segir Pétur sem færir líf sitt til annáls á www.pb.annall.is
Pétur Björgvin Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 23:35
Horfði á þennan þátt áðan líka, og það voru ágætis sprettur, viðbjóðsleg væmni á köflum en við því er svo sem að búast
Þessi raunveruleikaþáttur ólíkt mjög mörgum öðrum ef ekki öllum öðrum snýst allavega ekki eingöngu um að stinga fólk í bakið, baktala það eða keppast við einhver markmið sem littlu sem engu máli skipta.
Það sem er þó gott við þessa þætti er að þeir taka á næringarfræði og heilsusamlegu mataræði auk þess að leggja áherslur á aðhald og reglubundna hreyfingu. Veitir víst ekki af fyrir Bandaríkjamenn þar sem 1/3 af þjóðinni er akfeitur, og 2/3 feitir. Veitir kannski ekki af því heldur fyrir aðrar þjóðir sem virðast staðráðnar í að komast á sama "velmegunarstig". Þess skal svo tekið í þessari tölfræðisúpu að 1/3 Bandaríkjamanna býr svo við það sem Bandaríkjastjórn kallar "lágt fæðuöryggi" (þ.e.a.s. þeir svelta stundum), ætli þeir séu ekki þessir 1/3 sem eru ekki feitir
sibbi (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.