18.12.2006 | 00:51
Dýrara ef maður sagar það sjálfur!
Sunnudagur til sælu!!! Já það var hugmyndin en þá hringdi Dabbi og stakk upp á því að við myndum skella okkur á Þelamörk og saga okkar eigin jólatré. Hljómar vel og vissulega spennandi fyrir börnin. Ég var með eina bílinn með krók svo ég átti að sækja kerruna hans Dabba og fór af stað um kortér yfir tvö. Það tók sinn tíma að mjaka bílnum í gegnum snjóinn upp að kerrunni og ég var því kominn heim hálftíma síðar, en viti menn, þá kom í ljós að annað dekkið á kerrunni var punkterað [norðlenska fyrir loftlaust dekk] OOOHHhhhh!! Piiirrrrrr! Jæja þá var bara að bretta upp ermar og moka vélsleðakerruna hans pabba út en það tók nú ekki nema hálftíma svo allir voru klárir og lagt var af stað klukkan að verða hálf fjögur. Þegar við loksins komum á Þelamörk var byrjað að rökkva svo það hefði verið gott að hafa vasaljós en á endanum sagaði ég bara eitthvað tré sem virtist, í myrkrinu, ekki vera svo slæmt. FJÖGUR þúsund kall........ takk fyrir tré sem ég sagaði sjálfur. Það er nefnilega dýrara heldur en að kaupa það sagað. Þetta var nú samt pínu gaman og svo fengum við okkur smákökur og kakó. En pabbi sagði að ég ætti bara hætta þessari vitleysu og kaupa gervijólatré af skátunum. Ávallt viðbúinn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.