Tíu ár í taumi!

Já í dag er góður dagur því við hjónin eigum tíu ára brúðkaupsafmæli. Mér finnst ekki svo langt síðan en engu að síður man ég varla annan tíma en okkur tvö saman. Þvílíkt lán að finna lífsförunaut sem deilir með manni gleði og sorg. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru skilnaðir tíðastir hjá hjónum eftir 3-5 ára hjónaband svo maður gæti farið að vona að maður sé sloppinn. Wink  En kannski er bara hættulegt að halda að einhvern dag verði hjónabandið svo pottþétt að maður þurfi ekki að hugsa um það eða sinna makanum, kannski einmitt þá aukast líkurnar á því að allt dofni og fjarlægðin aukist. Ást, virðing og skilningur eru hugtök sem koma upp í hugann þegar ég leyfi mér að pæla í hjónabandinu, kannski væmið, en það er nauðsynlegt að vita hvers virði hjónabandið er manni og hvaða virðingarstöðu maður setur það í. Hey.............Það er Roast Beef og franskar í kvöldmatinn og svo ætlar Björgunarsveitin Súlur að vera með flugeldasýningu klukkan 20.00 okkur til heiðurs. Lífið er yndislegt og vel þess virði að lifa því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þennan áfanga gamli. Tíu ár eru nú ágætis tími og mjög líklega æðislegur tími í þínu tilfelli. Ástin er ekki umflúin. Heldur ekki sjálfgefin. Maður verður að rækta það sem maður sáir. Foreldrar mínir áttu einmitt 18 ára brúðkaupsafmæli núna á Jóladag.

Satt best að segja er ég mjög hissa á því hvernig þessi hjónabönd eru orðin nú til dags. 3 - 5 ár, er það ekki aðeins of viltlaust að vera æða út í hjónaband ef að manneskjurnar eru ekki tilbúnar til að stofna fjölskyldu og skuldbynda sig? Kannski er ég samt að fara aðeins með rangt mál. Kannski heldur fólk að það sé "ment to be" en kemst síðan að því að eftir fjögurra ára hjónaband eru þau eins ólík og hundur og köttur. Margir geta samt lifað þannig, ólík það er að segja. Kannski er það einmitt það sem heldur þeim saman. Hver veit?

Ég ætlaði samt bara að henda inn einni kveðju en þetta blogg þitt fékk mig aðeins til að hugsa. Ég og Þorsteinn erum búin að vera saman í tæp tvö ár og mér finnst það ekkert vera svo mikið. Eiginlega finnst mér þessi tími bara búinn að fljúga í burtu frá mér, án míns samþykkis.

Tíminn er eitt... Amma mín er orðin svo gömul að hún þekkti mig ekki þegar að hún kom í heimsókn til okkar um áramótin. Mér fannst það afar leiðinlegt því að þó svo að mér finnist hún ekkert rosalega skemmtileg, þá er hún amma mín. Hún spurði mig hvort ég væri kærasta bróður míns. Hún mundi ekki eftir mér. Hún mundi eftir öllum hinum, systrum mínum og bróður mínu. Meira að segja mundi hún hvað hundarnir okkar hétu, en algjörlega gleymdi mér. Ætli það sé ekki tíminn sem gerir það. Sennilega er það aldur hennar og hvernig hún fer með sjálfa sig orsökin af þessu. Tíminn læknar öll sár segja þau.

En ég þakka fyrir ágætis afþreyingu og skemmtilegan lestur. Hafðu það gott og gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur. 

Munda Litla (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Mér finnst alltaf flott þegar athugasemdir verða lengri en sjálft bloggið.  Takk Munda Litla fyrir skemmtilegt og einlægt innlegg.

Jóhann Þorsteinsson, 3.1.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband