Áramótaheit....

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessu fyrirbæri að setja sér áramótaheit. Ég sjálfur hef ekki verið duglegur í gegnum tíðina að setja mér áramótaheit en þegar ég hef gert það þá hefur hugur ekki fylgt máli og ég hef fallið innan skamms tíma. Enda hafa mín áramótaheit yfirleitt snúist um að neita mér um eitthvað sem mér finnst gott og ég er ekkert sérlega góður í því. Nammibindindi er að mínu viti ókristilegt og mannskemmandi fyrirbæri sem brýtur niður sjálfsmyndina því að um leið og maður ákveður að fara í slíkt bindindi er maður að játa það fyrir sjálfum sér og öðrum að maður sé ósjálfráða kvikindi sem láti stjórnast af nammifíkn frekar en skynsamlegri og ígrundaðri ákvörðun um að fá sér smá nammi. Það er ekki eins og ég eigi við vandamál að stríða þó mér finnist nammi gott. Ég er ekkert að brjótast inn og stela til að fjármagna kaup mín á sælgæti og ekki borða ég nammi frá öðrum. Ég einfaldlega borða eingöngu það sælgæti sem ég kaupi mér sjálfur, fyrir mína peninga, á löglegum sölustöðum. Nei ég tek ekki þátt í þessu sjálfsafneitunarsamfélagi.

Hins vegar held ég að það væri þjóðráð að taka upp þann sið að einungis megi setja sér áramótaheit ef aðrir hljóta ávinning af því. T.d. get ég sett mér það heit að vera duglegri að heimsækja skyldfólk mitt á nýju ári [Að því gefnu að þau telji það vera ávinning sinn að fá mig í heimsókn] eða ég get verið opinn fyrir því að láta gott af mér leiða fyrir þá sem minna mega sín. Sem sagt; Áramótaheit öðrum til heilla og hamingju en ekki sjálfum mér til pyntinga og niðurlægingar.

„ALLT er svo auðvelt....... bara ef maður þarf ekki að gera það sjálfur.“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valborg Rut Geirsdóttir

Áhugaverð lesning.  Ég er nú nokkuð sammála þessu, ég held að ég hafi nóg og oft ákveðið svona heit sem felast í að hreyfa sig meira, borða hollt, ekkert nammi.... en veistu þetta hefur aldrei tekist. Og nú hef ég bara sætt mig við að ég er súkkulaðifíkill og mun aldrei hætta að borða nammi.  Eitt árið hélt nammibannið í tvær vikur en það er það lengsta.  Líklega er gáfulegra að finna eitthvað sem er gott fyrir aðra og hamingjuríkara. 

 Annars bara kveðja úr netheiminum.  Kannski ég rekist á þig einn daginn þessa viku sem ég á eftir að vera á landinu

Valborg

Valborg Rut Geirsdóttir, 4.1.2007 kl. 23:57

2 identicon

Heill og sæll Jói mjói og takk fyrir kommentið. Þetta með jólakortið var ekkert. Verði þér bara að engu : ) Já gott hjá þér að taka gott feðraorlof. Ég get ekki sagt að ég viti um betri leið til að verja tímanum en með nýbökuðum afkvæmum. Bið kærlega að heilsa frúnni. 

Yðar Ólafur 

Óli Schram (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband