Sund fyrir heilsuna!

Já eru ekki allir alltaf að hugsa um heilsuna. Ég er einn af þeim sem er alltaf að leita að réttu aðferðinni við að halda þyngdinni í skefjum og hef nú svo sem prófað ýmislegt í þeim efnum. Í dag dró konan mig í sund og maður hefur jú oft heyrt talað um hve heilsusamlegt það er að stunda sund. Ég ákvað að gera smá vísindalega könnun á því hver árangurinn getur verið af einni sundferð og vigtaði mig því bæði áður en ég fór ofaní og líka þegar ég kom uppúr. Viti menn, á klukkutíma hafði ég lést um 350 gr. og í ljósi þessa góða árangurs hef ég nú ákveðið að fara í sund tvisvar á dag í tvær vikur og ef árangurinn verður með sama hætti og í dag mun ég léttast um tæp tíu kíló tveimur vikum. Já ég veit þetta hljómar ótrúlega en maður verður jú að reyna.

Ég vil samt taka það fram til að fyrirbyggja misskilning að ég fór aðeins í barnalaugina og heita pottinn og synti ekki neitt því ég vil nú alls ekki fara of geyst af stað í þessu heilsuátaki mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú semsagt meigst einum þriðja úr lítra í barnalaugina, bévaður!

Ingvar Valgeirsson, 7.6.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband