Akureyri er yndislegur bær!

Ég hugsaði til þess í gær hvað kostir þess að búa á Akureyri eru fjölmargir. Frúin fór á bílnum til vinnu og svo um hádegisbil þegar mig vantaði bílinn þá hjólaði ég í vinnuna til hennar og sótti bílinn, fór í Litaland og keypti 20 lítra af málningu og spjallaði aðeins við sölumanninn. Fór í Vífilfell til að athuga hvort bolirnir fyrir Hólavatn væru komnir og beið í góðar fimm mínútur meðan Dóri var í símanum. Fór í Bónus og verslaði inn fyrir heimilið fyrir tæpar níu þúsund krónur og var svo kominn heim einni klukkustund eftir að ég hjólaði af stað.  Já frekar ótrúlegt fyrir þann sem ekki hefur reynt þetta en ég met þennan kost mikils því tíma mínum er betur varið í svo margt annað en að keyra á milli staða.

Nú eru kannski einhver borgarbörn sem fussa yfir þessu yfirlæti norðlendingsins en í raun verður maður að vera tilbúinn til að horfa á kostina sem fylgja því að búa utan höfuðborgarsvæðisins því vissulega fylgja því líka ókostir eins og t.d. takmarkaðra atvinnuframboð. En hver þarf svo sem meiri vinnu, hee ég hef nóg að gera.............................. það eru bara launin sem vantar upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

... og alvöru flugvöllur

Pétur Björgvin, 20.6.2007 kl. 21:03

2 identicon

Þetta er einn af stórum kostum við Akureyri sem ég sakna gríðarlega mikið. Hér í borginni skreppur maður ekki „rétt sem snöggvast“ - eitthvað sem tekur aðeins nokkrar mínútur. Arg, ég get stundum verið verulega pirruð yfir þessu og þá langar mig að flytja aftur heim til Akureyrar.

Svo er spurning hvort þú verðir heima í júlí þegar við komum norður????

Sara (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Já ég vonast til að vera heima þegar þið komið norður Sara. Mér fannst leiðinlegt að missa af ykkur um daginn og er glaður yfir því að fá annað tækifæri til að hitta ykkur í sumar. Sjáumst hress í júlí.

Jóhann Þorsteinsson, 21.6.2007 kl. 11:07

4 identicon

Ég ætla vona að þú verðir heima í Júlí, allavega í lok mánaðarins.  En það er satt félagi að þetta eru kostir á akureyri, og Pétur alveg sammála.  Jói minn ég flyt heim þegar þú ert búin að opna keilu höll og snooker sal.  Þá get ég fengið vinnu hjá þér.  En þið family verðið að fara að koma í heimsókn til mín, hér getiði hjólað hvert sem er jafnvel til Frakklands. :-)

Unnar Eliasson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 13:58

5 Smámynd: Ingibjartur Jónsson

Það er gott að þú getir réttlætt það með einhverjum hætti að búa á Akureyri...

Ingibjartur Jónsson, 2.7.2007 kl. 11:06

6 identicon

Akureyringur dauðans! Hvað er annars að heyra, ertu farinn að versla í Bónus? Ég man þá tíð þegar þú hafðir tíma til að aka alla leiðina í Mjóddina bara til að versla í Nettó og næra Akureyringinn í leiðinni. 

Óli Schram (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband