11.7.2007 | 20:26
Fyrir og Eftir myndir af Rimasíðu 2
Jæja loksins koma inn myndir sem sýna húsið okkar fyrir og eftir að við máluðum það. Þetta er búin að vera ótrúlega mikil vinna að mála eitt svona hús og Hanna er reyndar ennþá úti að klára síðustu umferð á tvo glugga. Við erum ánægðust með bílskúrshurðirnar og það verður algjör munur að ganga um skúrinn og geta bara ýtt á takka til að opna.
Til að skoða myndir sem sýna húsið fyrir og eftir þarf að skoða albúmið hér til hægri á síðunni.
Athugasemdir
Þetta er miklu flottara svona eftir að framsóknarliturinn hvarf! Tókstu ákvörðunina um að mála fyrir eða eftir kosningar??
Til hamingju með þetta!
Kveðja af Brekkunni, Arna
Arna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 13:39
Til hamingju með þetta, nú er bara að kaupa sér annan bíl í stíl við húsið!
Pétur Björgvin, 12.7.2007 kl. 15:28
Þetta var nú ekki ákveðið fyrir en eftir kosningar en ætli maður verði ekki að reyna að fá sér grænan bíl frá Heklu. Mér skilst að hjá þeim séu allir bílar í framsóknarlit.
Jóhann Þorsteinsson, 12.7.2007 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.