Ekki svo flott ef öllum finnst það!

Merkileg staðreynd hversu margir velja sér brúðkaupsdag af því að hann er flottur á boðskortinu. 07.07.07    Vá hvað þetta er flott. Mér finnst reyndar 16.04.08 rosalega flottur líka af því að sko það þarf tvo til að úr verði brúðkaup og sko tvisvar 4 eru 8 sem margfaldað með tveimur gerir 16.

 Annars held ég að margir hafi hætt við af því það kom í fréttum að svo ógeðslega margir ætluðu að gifta sig þennan dag og þá hugsa margar konur sig tvisvar um. Ég meina hvað er einstakt við brúðkaup sem er númer 6 í röðinni þann daginn? Mér finnst að það eigi að banna svona raðkvæni alveg eins og fjölkvæni er bannað.

Annars þarf ég að fara sofa en ég var úti að byrja að setja upp nýja bílskúrshurð......Svolítið erfitt verk fyrir einn mann........Svolítið stór hurð.

 Annars fer ég bráðum að birta hér myndir sem sýna húsið svona 'FYRIR' og 'EFTIR' því við erum búin að mála það í nýjum litum og svo eru hurðirnar alveg að fara smella upp.

Annars fer ég minnst einu sinni í viku fram á Hólavatn til að fylgjast með flokkunum en það hefur gengið frábærlega og veðrið verið gott og aðsóknin fín. Við erum að tala um yfir 30% aukningu á milli ára og fimm flokka og þar af tvo fullbókaða og hina ágæta.

Annars er þetta verða fínt því ANNARS þarf ég að skrifa eitthvað annað en Annars.


mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera

Ég hlakka til að sjá fyrir og eftir myndirnar

Annars langaði mig líka að þakka gott boð - við eigum án efa eftir að hafa samband ef við eigum leið norður og þá getum við kíkt á Greifann og rifjað upp góðar minningar frá Búlgaríu 

Vera, 6.7.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

070707 er fínn fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að muna dagsetningar. Ekki satt?

Ingvar Valgeirsson, 8.7.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband