Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2007 | 22:03
Gyðingar hafa löngum hafnað Jesú!
Það er engin nýlunda að gyðingar hafni því og færi fyrir því rök að Jesús hafi verið sá sem hann sagðist vera. Simcha Jacobovici annar framleiðandi þessarar "heimildamyndar" er gyðingur og hefur starfað ötullega að trúboði gyðingdóms sem eins og flestir vita hafna því að Jesús hafi verið frelsarinn sendur af Guði. Það er vissulega gaman til þess að vita að nöfnin Jesús, Jósef og María hafi öll verið nokkuð algeng í kringum árið 0 en þeir sem játa kristna trú geta ekki með neinu móti fallist á þá hugmynd að Jesús hafi átt son. Merkileg tilraun vísindahyggjumanna engu að síður að færa rök fyrir máli sínu með DNA rannsóknum enda stendur jú í Biblíunni að Erfðaefni Jesú Krists var
JLOEVESSYUOUS
Sérfræðingur segir fullyrðingar um Jesú í nýrri heimildarmynd tómt bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2007 | 18:04
Áfram Sameinuðu þjóðirnar!
1 Evrópubúar þekktu ekki hugtakið "skortur"
2 Afríkubúar höfðu aldrei fyrr heyrt orðið "matvæli"
3 Bandaríkin spurðu hvað væri "annars staðar í heiminum"
4 Rússar gátu ómögulega skilið hvað þýddi "vinsamlegast"
5 Arabaríkin báðu um nánari skilgreiningu á orðskrípinu "skoðanir"
6 Að lokum eru víst ennþá miklar rökræður í gangi á háttvirta Alþingi
íslendinga um hvað í veröldinni sé átt við með orðinu "heiðarlega"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 21:54
Þegar kötturinn er að heiman fara mýsnar á kreik!
Það mætti halda að Ríkislögreglustjóri eða saksóknari væri kominn í músarmálið hjá Bónus. Þessi frétt er nokkuð lýsandi dæmi fyrir netfjölmiðlun. Fyrst birtist frétt efst á mbl með stórri fyrirsögn um að grunur leiki á að mýs hafi sést í Bónus og er í því sambandi vitnað í fréttamyndir þar sem svo virðist sem tvær mýs hafi hlaupið yfir gólfið en verslunarstjórinn haldi því fram að um kartöflur hafi verið að ræða. Til að fanga athygli lesandans var nokkuð stór mynd af bónusfánaborg en engar haldbærar sannanir lagðar fram til stuðnings þessum ásökunum. Þetta er vitanlega stórfrétt og því full ástæða að gera svolítið úr þessu en núna þremur tímum seinna finn ég ekki forsíðufréttina heldur aðeins smáa frétt neðarlega undir "Innlendar fréttir" með fyrirsögninni: "Stóra kartöflumúsarmálið leyst." Þessi frétt er örugglega horfin af vef mbl núna þegar þú lest þetta og því ómögulegt að segja til um hve margir lesendur mbl.is lifi í þeirri trú að í Bónus sé allt fullt af músum.
Alvarlegri angi af þessu meiði er þegar um er að ræða mannorð fólks eða æru og hef ég of oft á undanförnum vikum orðið vitni að slíkum málum þar sem lesendur skjóta fyrst og spyrja svo. Erum við virkilega svona illa á vegi stödd að við erum tilbúin að trúa hverju sem er, bara ef það er nógu ljótt og leiðinlegt um náungann. Má vera að okkur líði betur með okkur sjálf ef við getum bent á aðra og sagt: Sjáðu hvað þessi er vondur, óheiðarlegur og ljótur.
Höldum í vonina um góða og uppbyggilega hluti og látum ekki gynna okkur út í bölsýni og þras.
Stóra kartöflumúsarmálið leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 11:32
Minn sviti eykur ánægju!
Já ég þarf nú enga sérfræðinga til að segja mér að það bæti skap konunnar að ég svitni. Ég veit ekki betur en að ég svitni yfir húsverkunum alla daga í feðraorlofinu, konunni minni til ómældrar ánægju. Því meira sem ég svitna og kem í verk, því ánægðri verður hún. Hinsvegar held ég að það komi lyktinni ekkert við því ef hún finnur svitalykt þá bara sendir hún mig í sturtu með það sama. Ég held að konurnar sem tekið hafi þátt í þessari rannsókn hafi einfaldlega glaðst þegar þær fundu svitalykt úr flösku vegna þess að það minnti þær á eitthvað sem þær gátu látið kallana sína gera.
Ég held að þetta sé bara liður í áróðri fyrir því að við karlarnir vinnum og svitnum meira.
Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2007 | 23:24
Hlaupabólufaraldur!
Yeep. Elísabet er með hlaupabóluna. Greyið ég vorkenni henni ekkert smá mikið. Hún sefur varla fyrir kláða og er með ógeðslega margar bólur. En það góða er að ég veit að það versta er búið og vonandi verður hún betri fljótlega. Annars er það sérstök tilfinning að vera heimavinnandi og hugsa til þess að alla þessa viku mun ég ekki fara út úr húsi milli kl. 8 og 16 sökum hlaupabólu. Ef þú hefur tíma aflögu máttu kíkja í heimsókn, skrifa fyndna athugasemd hér fyrir neðan, hringja í mig eða bara hugsa hlýtt til mín. Satt best að segja er ég ekkert mikið fyrir að vera alveg bundinn við húsið þó svo að orlofið sem slíkt sé yndislegt.
Annars hafði ég hugsað mér að skrifa niður tvo lista hér á blogginu um stöðu kjaramála kennara, annan til launanefndar Sveitarfélaga og hinn til forystu Félags grunnskólakennara. Ég er nefnilega sáttur við hvorugan aðilan......En ég er í orlofi og sé enga ástæðu til að leggja stund á sjálfspyntingar og volæði svo ég eftirlæt bara öðrum kennurum það.
Lengi lifi þekkingin. (er nokkuð upsilon í þvý?)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 18:13
Eldhúsframkvæmdir!
Nú verður ekki aftur snúið með þá ákvörðun að endurnýja eldhúsið á Hólavatni því að í gær hófust framkvæmdir. Ég fór ásamt Pétri bróður til að mæla gluggann og hurðina en fyrst við vorum komnir á staðinn tæmdum við alla skápana og fórum með allt inn í sal. Rifum hurðirnar af öllum skápum og tókum allar hillur úr. Í næstu ferð er sem sagt komið að því að fara með kerru og halda áfram að rífa. Ef þú hefur áhuga fyrir því að taka þátt í þessum framkvæmdum þá er alltaf pláss fyrir fúsar hendur.
Annars var sérstök ástæða fyrir því að ég plataði Pétur bróðir með í vinnuferð en það var vegna þess að konan hans var með suprise afmælisveislu fyrir hann í gærkvöldi og þurfti að losna við hann úr bænum á meðan hún kláraði að undirbúa. Svo komum við saman hátt í 20 manns í gærkvöldi og tókum á móti Pétri þegar hann kom heim. Hehe hann var fyndinn, svo hissa. Til hamingju með 40 árin Pétur.
Svo fórum við hjónin á tónleika að hlusta á annan Pétur. Það var Pétur Ben. Algjör snillingur! Mjög gaman að hlusta á hann og í kvöld er hann svo í KFUM á kaffihúsakvöldi og auðvitað förum við aftur til að heyra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 10:56
Svartur köttur er viðbjóður einn!
Já því miður verð ég að segja frá þessu því ég get ekki þagað yfir þessu. Ég hef verið svo duglegur að tala um frábærar sýningar Leikfélags Akureyrar við vini og kunningja síðasta árið að ég get ekki annað en líst frati á sýninguna Svartur köttur sem þar er nú til sýningar. Því miður er þessi sýning mannskemmandi.................... Viðbjóðurinn, ofbeldið, tilgangsleysið er svo yfirgengilegt að líklega ætlast listaelítan til þess að maður dáist að leikurunum að geta þetta. En hrifning mín er engin, vonbrigðin mikil. Þessi sýning verður þess valdandi að við hjónin kaupum okkur ekki árskort fyrir næsta leikár. Ekki misskilja mig, ég ætlast ekki til að allar sýningarnar séu frábærar...............ég ætlast bara til þess að mér sé sýnd smá virðing og tillitssemi.
Einhver kann að spyrja: Hvað var svona ógeðslegt? Jú það var helst líkskurðurinn í lok sýningar þar sem alblóðugir menn reyna að saga í sundur dauðann mann og brjóta tennurnar með barefli svo ekki verði hægt að bera kennsl á líkið. Nei, Magnús nú fórstu yfir strikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 13:07
Stundum gott að sofa á því..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 17:43
Hrikalega spennandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 19:47
Mikið er ég glaður!
Mikið gleðst ég yfir fréttum þessum. Ég er reyndar ekki flokksbundinn framsóknarmaður en hef þó oft kosið framsókn, þessi tæplega 17 ár sem ég hef haft kosningarrétt. En mikið ofboðslega hefur Kristinn farið í taugarnar á mér. Í mínum huga er hann eins og knattspyrnumaður sem reynir öðru hvoru að skora sjálfsmark til þess að benda samherjum sínum á að það sé þörf á að bæta vörnina. Eða þá sóknarmaður sem fær boltann í dauðafæri en sendir hann í innkast til að eftir honum verði tekið og um hann fjallað. Ég skil ekki svona framkomu við eigin liðsmenn og tel því mun betra að hann finni sér nýtt lið.
Kristinn H. ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)